Skilmálar

Almenn ákvæði

Eftirfarandi skilmálar gilda fyrir Minimar kids ehf., kt: 540621-2090, VSK númer: 141692 varðandi öll viðskipti á vefsíðunni www.minimarkids.is. Skilmálarnir skilgreina réttindi og skyldur Minimar kids ehf. annars vegar og kaupanda vöru hins vegar. 

Upplýsingar og verð

Minimar kids ehf. áskilur sér rétt til að afturkalla pantanir og endurgreiða viðskiptavini vegna rangra verðupplýsinga eða ef vara reynist uppseld. Sé vara ekki til á lager verður haft samband við kaupanda. Seljandi áskilur sér rétt til að breyta verði á vöru án fyrirvara þar til pöntun hefur verið gerð t.d. vegna gengisbreytinga ásamt verðbreytingum hjá birgjum.

Verð á vefsíðu Minimar kids ehf. eru með inniföldum 24% virðisaukaskatti en sendingarkostnaður bætist við áður en greiðsla fer fram og er háður verðskrá Íslandspósts.

Kaupandi getur valið um sendingarmáta þegar gengið er frá greiðslu. Hægt er að velja um það hvort pöntunin sé sótt í póstbox, á pósthús eða keyrð heim að dyrum. Einnig er hægt að velja um að sækja samkvæmt samkomulagi og hægt er að fá nánari upplýsingar í tölvupósti eða samfélagsmiðlum okkar.

Afhending vöru

Allar pantanir eru afgreiddar næsta virka dag eftir pöntun. Kaupandi fær skilaboð í tölvupósti þegar varan er afgreidd frá okkar lager. Viðskiptavinir geta valið um mismunandi sendingarleiðir sem skoða má betur undir afhendingarleiðir á minimarkids.is.

Öllum pöntunum er dreift af Íslandspósti og gilda afhendingar-, ábyrgðar og flutningsskilmálar Íslandsspósts um afhendingu vörunnar.

Minimar kids ehf. ber samkvæmt þessu enga ábyrgð á týndum sendingum eða tjóni sem kann að verða á vöru í flutningi. Ef vara týnist í pósti eða verður fyrir tjóni frá því að hún er send frá Minimar kids ehf. til viðkomandi er tjónið á ábyrgð Íslandspósts en á ábyrgð kaupanda að fylgja því eftir að fá það bætt.

Skilaréttur og endurgreiðslufrestur

Viðskiptavinir hafa 14 daga skilafrest að því tilskildu að varan hafi ekkert verið notuð og að henni sé skilað í fullkomnu standi.

Kvittun fyrir vörukaupum þarf að fylgja með vöruskilum. Endurgreiðsla er framkvæmd að fullu ef ofangreind skilyrði eru uppfyllt og eftir að varan er móttekin til okkar.

Flutnings- og póstburðargjöld eru ekki endurgreidd.

Við viljum að viðskiptavinir okkar séu ávallt ánægðir með viðskiptin. Við þiggjum ábendingar á netfangið minimarkids@minimarkids.is. Að öðru leyti er vísað til laga nr. 48/2003 um neytendakaup.

Ósóttar pantanir
Hafi vara ekki verið sótt innan 3 mánaða eftir að hún er tilbúin til afhendingar fer hún aftur í sölu. Minimar kids ehf. áskilur sér rétt á að endurgreiða ekki ósóttar pantanir.

Útsölur og vöruskil

Skilaréttur gildir ekki um vöru sem keypt er á útsölu.

Gölluð vara

Reynist vara gölluð eða kaupandi er á einhvern hátt óánægður með kaupin hvetjum við kaupanda til að hafa samband svo við getum leyst málið í sameiningu. Sé vara gölluð er viðskiptavinum boðin ný vara í staðinn og greiðum við meðfylgjandi sendingarkostnað sem um ræðir eða endurgreiðum vöruna sé þess óskað. Vísað er til laga um húsgöngu- og fjarsölusamninga nr. 46/2000 og laga um neytendakaup hvað þetta varðar.

Persónuupplýsingar

Allar persónuupplýsingar eru meðhöndlaðar sem trúnaðarmál og aðeins nýttar í þeim tilgangi að klára viðskiptafærslur. Upplýsingar verða ekki undir neinum kringumstæðum afhentar þriðja aðila.

Privacy policy All personal information will be strictly confidential and will not be given or sold to a third party.

Lög og varnarþing

Kaup á vörum og skilmálar vegna þeirra eru í samræmi við íslensk lög. Rísi mál vegna hans skal það tekið fyrir Héraðsdómi Reykjaness.

Governing law / Jurisdiction These Terms and Conditions are in accordance with Icelandic law.